Siggi Vicius á söngkeppni Samfés

Sigurður Erling Pétursson, sem einnig þekktur sem ,,Siggi Vicius" eftir pönkaranum fræga Sid, átti frábæra innkomu á söngkeppni Samfés laugardaginn 5. mars. Þar söng hann lagið ,,Twist And Shout" sem sigraði undankeppnirnar tvær sem haldnar voru á Ísafirði og Hólmavík. hljómsveitin Xenophobia lék undir hjá Sigurði mjög skemmtilega útgáfu af laginu sem Bítlarnir gerðu frægt og Sigurður söng af mikilli innlifun.

 sigurður var ekki að stíga sín fyrstu skref á sviði á þessari söngkeppni því hann tók einig þátt í undankeppninni í fyrra þar sem hann söng lagið ,,7 nation Army" eftir ,,The White Stripes"  og endurtók svo á menningarkvöldi 10. bekkjar í desember s.l.

Aðspurðir sögðust vænta þess að sjá meira frá honum Sigurði í framtíðinni því hann þykir mjög góður og kraftmikill skemmtikraftur. Þeir sem vilja sjá Sigga Vicius endurtaka "Twist And Shout" þá geta þeir mætt´á Söngkeppni Menntaskólans á Ísafriði þar sem hann mun syngja lagið ásamt hljómsveit í hléi.

Skrifaðu þitt álit:
Úr myndasafni