Allt að gerast!

Jæja krakkar. Nú höfum við komið af stað söfnunarátaki svo að við getum keypt okkur myndavél!! Tvær ruslatunnur eru komnar upp sem eru einungis fyrir flöskur og dósir. Ég bið ykkur um að vera dugleg að passa að henda öllum dósum og flöskum þangað og fylgjast með hvort aðrir geri það ekki líka. Og endilega ef þið eigið flöskur heima sem ykkur langar alveg afskaplega innilega mikið að gefa. Þá er það alveg frábært.

Billiard mótið fór vel af stað í gær og kláruðust allir leikir nema úrslitaleikurinn. Hann verður á morgun í Djúpinu á slaginu 20:00. Stefán í 9.bekk á móti Rúnari Pierra í 10.bekk. Spennó?

Úr myndasafni