Dósapeningur

Jæja krakkar. Það sem við höfum náð að safna á síðustu vikum er 6968 krónur!

Eins og þið munið öll eftir, þá erum við að safna fyrir myndavél.
Síðan í kvöld, ætlum við að sýna ..... HEILSUBÆLIÐ Í GERVAHVERFI! Vúhú!

Dagskrá

Núna er lauslega búið að plana dagskrá fram að jólum.

Í kvöld ætlum við að skemmta Hermanni þar sem að hann varð 20 ára í gær. Kökur í boði og skemmtilegheit. Allir að mæta ;) Síðan er hægt að skoða dagskrána í atburðadagatalinu hérna til vinstri.

Síðan fara að koma jól. Alveg heill 21 dagur :)

Hárið

1.Des hátíðin á föstudaginn gekk frábærlega fyrir sig!

Frumsýningin á Hárinu var alveg frábær og ballið ekki síðra. Leikritið er bara svo ótrúlega fáránlega flott krakkar! Og í kvöld er síðasti séns til að fara og sjá. Leikritið er klukkan 8 í salnum og ég hvet alla til að koma og taka foreldra og systkini með sér. 700 kr inn.

Túrelú ;)

DósaDósa Dósir.

Það er allt að gerast í dósamálunum. Ég taldi dósirnar í gær og hver sá sem bíður sig fram til að koma og bera þetta með mér í dósasöfnunina fær verðlaun. (Verðlaunin eru heiðurinn, en hey). Ég vil bara minna ykkur á að halda áfram að passa uppá hvert dósirnar fari svo við verðum nú fljót að safna upp í flotta myndavél.

Á morgun verður Singing Bee í sjónvarpinu og Guitar Hero er komið upp! Loksins.

Ps. Er einhver sem á Heilsubælið? Annaðhvort á VHS eða bara Tölvu? It would be great. Heilsubæliskvöld um leið og við fáum það. Og svo jafnvel Fastir liðir eins og venjulega næst?

HALLOWEEN MYNDIR

Haldið í ykkur.
Halloween ball myndir koma inn í

FYRRAMÁLIÐ

Spennandi
« Fyrri síða Síða 1 af 10 Næsta síða »
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Fréttasafn

Úr myndasafni