Óveður

Jæja börnin góð.

Úti er óveður og þið mynduð einfaldlega snjóa í kaf eða fjúka út í sjó ef þið væruð á leið í féló.
Þessvegna er einfaldlega lokað. Því miður. Þið getið tekið upp spil heima og átt góða stund með foreldrum ykkar. Það ætla ég allavega að gera.

Helga Lind

Íþróttahátíð ..

Þema stuðningsliðsins í ár er Hippa/80´s !! Vúúúúúúúhúúúúúúu !!


Þannig að hlutverk þitt í dag, er að gramsa í gegnum skápana hjá mömmum ykkar og pöbbum. Finna glámúr glimmer dressin þeirra, og klæðast þeim á morgun. Þemað er bara í gangi yfir daginn. Þetta kemur ballinu ekkert við.


Allir sem eiga trommur, þokulúðra, hristur og í rauninni hvað sem er sem gefur frá sér hljóð, eiga að þaka það með sér. Það er lang skemmtilegast þegar allir taka þátt. Fá alla í búning og gera skemmtilegt stuðningslið ;)


Hvatningarlagið er íslensk útgáfa af Brr its cold in here úr fyrstu Bring It On myndinni.


Úúú, það er svo kalt.

Það hljóta að vera Ísfirðingar um allt.

Við segjum vá, allir hræðast þá.

Þeir koma hingað og vinna já!


Nice? Ég held það nú. Leggið þetta á minnið ...

Já Hemmi minn.

Jæja.. Margt hefur á daga okkar drifið síðan síðasta frétt var skrifuð.

Hljómsveitar- og sundlaugarpartykvöldið fór fram úr öllum vonum. Brjálæðislega vel mætt og allir höguðu sér vel. Fyrir utan nokkur frávik (Hóst. Rjómastríð í eldhúsinu. Hóst). Allar hljómsveitirnar voru æðislegar, þótt Mr. Sunny Paul hafi slegið algjörlega í gegn með Dominos stefinu. Mátti sjá nokkur stjörf andlit í salnum. Ég tók engar myndir því miður.  En það var stelpa í 8.bekk sem var með myndavél. Því miður man ég ekki hvað hún heitir. Hún ætlaði að koma með myndirnar til mín á mánudeginum eftir. Sá mánudagur hefur greinilega aldrei komið því aldrei fekk ég myndirnar. Hér með auglýsi ég eftir þessari stelpu. Og öllum sem eiga myndir frá kvöldinu í rauninni.

Á síðasta föstudag hélt ég síðan í svaðilför með 5 fræknum. María Rebekka, Björk, Þorgeir, Hermann Siegle og Páll Sólmundur fóru með mér á Landsmót Samfés, sem var haldið í Garði. Nokkrar myndir frá þeirri helgi gætu hinsvegar skriðið inn á næstu dögum. María Rebekka og Björk? Viljið þið koma til mín með myndirnar ykkar. Það eina sem er á minni myndavél eru sjálfsmyndir af Þorgeiri. Aha.

Borðtennismót Djúpsins var síðan í gær. 16 keppendur skráðu sig til leiks. Til mikils var að vinna því sigurvegarinn og sá sem var í 2.sæti keppir fyrir hönd Ísafjarðar á Íþróttahátíðinni á næsta föstudag. Eftir spennandi keppni og blóð, svita og tár, Stóð Emil Pálsson uppi sem sigurvegari og Rúnar Pierre vermdi annað sætið. Eins gott að þeir vinni á föstudaginn. Right?

Jæja. Þetta er orðið of langt.

Poooolmót í næstu viku?

Misskilningur

Eða þið vitið.

.. Það kostar 300 krónur inn í kvöld, en í staðin verður bakkelsi og djús frítt.

300 krónur fyrir bakkelsi og sundlaugaparty er ekki neitt. Piff.

Sjáums í kvöld.

Brjálað stuð.

Til að forðast allan misskilning krakkar mínir
Til að forðast allan misskilning krakkar mínir
Núna á föstudaginn 26.september ætla allir að sameinast í brjálað fjör!

Krakkarnir frá Flateyri, Suðureyri og Þingeyri koma til okkar og ætlum við að halda hljómsveitarkvöld og .... SUNDLAUGARPARTÝ!
Fjörið hefst klukkan 20:00 á slaginu, í félagsmiðstöðinni. Frá 20:00 til 22:00 ætlum við að hlusta á alla hæfileikaríku krakkana sem við eigum þar sem þau ætla að spila og og syngja fyrir okkur rómantískar vísur (kannski ekki alveg, en hey?). Á meðan verður hægt að kaupa ljúffengar veitingar, svo tónlistin renni nú örugglega ljúft niður. Spil verða á staðnum og ýmislegt til dundurs.

Klukkan 22:00 hefst síðan aðal partýið í sundlauginni! DJ Ívanovitz und DJ Gautino þeyta skífum á sundfötunum (á eftir að ræða það við þá, en hey?) á meðan getið þið dansað tryllingslega ofan í lauginni, tekið nokkur sundtök eða hvað sem ykkur sýnist. Næstum því allavega.

Spennó? Ég hélt það líka.

Vi ses på Fredag!
- Helga Lind súper spennta.

Fréttasafn

Úr myndasafni