Náttfatadagur

Bananas in Pyjamas
Bananas in Pyjamas
Eruð þið ekki örugglega öll í náttfötum?
Afþví að í dag er náttfatadagur. Já ég sagði það.
Ég gleymdi hinsvegar að koma í náttfötum. Það segir svo sem ýmislegt um mig.

Náttfataball í kvöld. Allir að mæta. Brjálað stuð. Ég kem í náttfötum. Ég lofa. (kannski).

Bananas
In pyjamas
Are comming down the stairs.

Munið þið? Eða er ég kannski bara orðin svona gömul?

Allt að gerast!

Smá glens.
Smá glens.
Loksins er þessi síða aftur komin í gagnið! Héðan í frá koma alltaf myndir hingað inn og fréttir um starfið. Hvað sé á döfinni.. Og já, hvað er ekki á döfinni.

Innan skamms verða hérna myndir frá Busaballinu 5.september. Þar voruð þið öll mergjað sæt og enginn þarf að kvíða þeim myndum. Ég lofa. Svo er Partý Pétur líka á einni mynd eða tveimur.

Lovelove.
Helga Lind

Ljósmyndasamkeppni

Hermann Óskar & Ívar Atli eru efnilegt par.
Hermann Óskar & Ívar Atli eru efnilegt par.

Eftir brjálaða eftirvæntingu og þrúgandi spennu, eru úrslitin í ljósmyndasamkeppni Djúpsins ráðin.

*Trommur*
Ívar Atli Sigurjónsson áhugaljósmyndari fekk Hermann Óskar Hermannsson atvinnumódel til liðs við sig, og afrekið var þessi stórglæsilega mynd.


Ball á Þingeyri á föstudag!!!!!

Krakkar
Á föstudaginn verður mega-stuð á Þingeyri.
Við ætlum að fara þangað um kl 4 og gera fullt af skemmtilegum hlutum, fara svo í sund, borða og mæta svo á ball!
Miklu stuði er heitið...
Skráning fer fram hjá Lísbet og líkur í hádegiú á morgun, miðvikudag.
OK???

Upplýsingar um mætingu í rútu, og hvað skal taka með verður póstað hérna á síðuna seinna í vikunni, kíkið inn reglulega.

kv
Djúpa Lísbet

Vóhóhóhó!!!

Við erum komin heim af Samfés og ferðin var SPEEEEEELT skemmtileg. Bryndis and the crew  stóðu sig ótrúlega vel. Ísfirðingar höguðu sér vel og fallega(eins og alltaf) og allir eru ótrúlega ánægðir....ekki satt??

En smá til ykkar sem voruð með í för:

ÓSKILAMUNIR!!!!!- ýmislegt sem enginn vildi eiga- grætur nú í poka í Féló

MYNDIR- Þið sem voruð sniðugari en staffið í Djúpinu og tókuð með ykkur myndavélina- endilega kíkið við á skrifstofunni með minniskubbinn og leyfið okkur að stela myndum;)

og síðast en ekki síst......

TAKK fyrir frábæra helgi, þið eigið mikið hrós skilið fyrir gott skap og rósemi. Þið gerðuð helgina ógleymanlega!!!
Spelt-hnefi

Rólega konan sem æsti sig ekki í ferðinni

Fréttasafn

Úr myndasafni