flugvélamódelsmíðaáhugamenn ath!

Graffity-og stomp Smiðja !

Anni er á leiðinni aftur til Ísafjarðar til að kenna okkur meira í Graffity-list.
Þeir sem voru á námskeiðinu í fyrra geta staðfest að þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Námskeiðið verður haldið dagana 23.-27. október og endar með sýningu sem verður hluti af glæsilegri dagskrá Vetrarnátta.
Allir hvattir til að skrá sig í Féló fyrir mánudaginn 15. október!!!
Námskeiðið kostar örlítinn aur og er innifalið allt efni, kennsla og allir þeir brandarar sem Anni kemur til með að segja.
Um að gera að skrá sig því ekki er pláss fyrir endalaust af fólki

á döfinni...

Á föstudagskvöld munu Lufsurnar halda fyrsta fund sinn í vetur.
Þið skvísur sem stefnið að því að vera með(sem flestar vonandi) mætið bara í féló einhverntíman á milli 20 og 22 og sjáið hvað um er að vera.

Lufsurnar eru skemmtilegur hópur stelpna sem láta ekki vaða yfir sig, finnst gaman að hanga saman og skipuleggja skemmtilega viðburði.
Það er mikið verk fyrir höndum í vetur og pressan er gífurleg að ná að gera Lufsurnar sterkari og voldugri en nokkru sinni fyrr!!!

Sjáumst hressar
Ofur-Lufsan

Roooosalegt keppniskvöld afstaðið!

um 70 manns mættu á keppniskvöld félagsmiðstöðvarinnar í gær og 40 krakkar þreyttu hinar ýmsu keppnir með misgóðum árangri.
Eftir mikla elju, þrautsegju og uppköst stóðu stoltir unglingar uppi sem sigurvegarar og vert er að minnast á að öll hegðun og umgengni í kringum og eftir kvöldið var til mikils sóma!

Á föstudagskvöldið er svo bíókvöld, og stefnum við á að gera lítið annað en að liggja, borða snakk og glápa á góða ræmu:)
mætum öll!!

Nú fer þetta að verða komið gott...

...af sumarfríi!

Félagsmiðstöðin opnar aftur eftir 20 daga.
Við förum ekki rólega af stað, heldur byrjar allt af fullum krafti með kosningu í nemendaráð, nafnasamkeppni (um nafn á félagsmiðstöðina...), og auðvitað hinu langþráða opnunarballi.

Við höfum fengið til liðs við okkur mikið af nýju(og gömlu) starfsfólki og stefnt er að því að gera þennan vetur þann eftirminnilegasta í starfinu hingað til.

Lísbet er komin aftur eftir, aðeins of langt barneignafrí, og mun stýra starfinu af kostgæfni.
Gunnar Jóns, Ásthildur og Helga Lind koma ný inn og ætla að gera allt vitlaust með einkennilegu klúbbastarfi og enn furðulegri dagskrárliðum(bíðið bara)
 
Munið að vera tilbúin með framboðsræðurnar, nafnatillögurnar og dressin fyrir ballið, já og opin hug fyrir öllu því villta og tryllta sem verður á dagskrá í haust!!!!

Fréttasafn

Úr myndasafni