Opnun í jólafríinu

Hér kemur opnunartími í jólafríinu:
Mánudaginn 22. desember opið 20-22
Miðvikudaginn 24. desember lokað
Föstudagurinn 26. desember lokað
Mánudagurinn 29. desember opið 20-22
Föstudagurinn 2. janúar opið 20-22:30
Frá og með 5. janúar er svo opið eins og venjulega

Kominn tími á fréttir!

Foreldrakvöldið gekk frábærlega og verður pottþétt endurtekið! Gaman að sjá hvað margir foreldrar mættu og virkilega tóku þátt...sumir meira að segja unnu :)

Málningavinnan hefur gengið ágætlega. Tókum þá ákvörðun að klára þetta í kvöld og gerðum það...svo nú verður bara hefðbundin féló á miðvikudaginn.

Stefnum á að fara að undirbúa kósýkvöld og draugasögukvöld :)

Sjáumst!

Síđasti séns!

Þeir sem eiga enn eftir að skrá sig í ferðina til Flateyrar þurfa að láta mig
 vita í dag! :) Ef það fer þannig að við komumst ekki þá verður Singstar kvöld
í félagsmiðstöðinni hjá okkur, og ekki verra ef þeir sem voru hvort sem er búnir að finna sér búning myndu mæta í honum :)


Á mánudaginn verður Foreldrakvöldið. Mætum með mömmu og pabba og rústum þeim í singstar, borðtennis, billiard og fleiru. Aldrei að vita nema einhvert þeirra vildi koma með tónlist frá því að þau voru ung :) 
 

Smá breytingar á Halloween ballinu

Því miður fáum við ekki rútu til að fara á Halloween nema við borgum hana sjálf, við getum líka reynt að fá foreldra til að keyra. Spjöllum aðeins um þetta í kvöld þegar við hittumst :)

Halloween ball á Flateyri!

Á föstudaginn (14. nóv) er öllum félagsmiðstöðvunum boðið á Halloween ball á Flateyri.

Við ætlum auðvitað að fjölmenna og förum héðan með rútu. Tímasetning er ekki alveg komin á hreint en ég set hana hér inn um leið og ég veit meira :)

Allir að finna sér búning :)

Ástráður heimsótti okkur síðasta föstudag, við góðar undirtektir. Fræðslan var að mér skilst mjög góð og á léttu nótunum eftir því sem við á :) Þökkum Ástráði - Félagi læknanema kærlega fyrir komuna, hér er heimasíðan þeirra.

Sjáumst í kvöld :)
Kv. Daðey

Ástráđur í heimsókn á föstudag

Munum eftir kynfræðlunni sem Ástráður félag læknanema verður með kl. 20 á föstudag.

Opiđ í kvöld föstudag

Hæ krakkar, smá breyting Það verður opið í kvöld föstudag og á mánudag og svo kemur Daðey á miðvikudaginn í næstu viku. Þar til Daðey kemur ætlar Guðrún að vera með ykkur. Allir að mæta.

Félagsmiđstöđin lokuđ

Af óviðráðanlegum ástæðum verður félagsmiðstöðin lokuð þar til miðvikudaginn 5. nóvember, þá verður venjuleg opnun og svo mun Ástráður félag læknanema heimsækja ykkur með kynfræðslu föstudaginn 7. nóvember.

Frábćrt Diskótek

Mikið rétt kæri lesandi, eins og kemur fram í þessari líka brjáluðu fyrirsögn þá var eeee-brjálað stuð
Föstudagskvöldið á Þingeyri sity, þar sem Dj-bland í poka lék fyrir dansiballi í Félagsmiðstöðinni á Þingeyri.
Alls voru 20 manns sem skoppuðu um gólfið langt framm eftir kvöldi sem var bara hin frábærasta skemtun.
Myndir af ballinu er nú þegar komnar inn og er vonandi að þið hafið skemtun af því að skoða þær og rifja
þannig upp kvöldið eins og það var.

Sjáumst hress á næsta opna húsi kv. Hemmi

Fréttasafn

Úr myndasafni